13.6.2007 | 22:35
Blótað í Baldurslundi reit ásatrúarfélagsins í Heiðmörk
Nú um síðuztu helgi var farin fyrsta gróðursetningarferð ásatrúarfélagsins í reit þeirra, Baldurslund, í Heiðmörk.
Þangað mætti góðmennur hópur og í kjölfar gróðursetningarinnar var blótað og landið helgað. Ég ásamt Jónínu K Berg Þórsnessgoða sáum um þá athöfn. Veðrið hefði ekki getað verið betra þennan yndislega dag. Eina sem hægt var að setja útá var flugan, ég hef aldrei lent í öðru eins, flugurnar á Mývatni hefðu skammast sín við hliðina á þeim.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 14.6.2007 kl. 08:35 | Facebook
Athugasemdir
Mundu nú eftir því næst að fá Hilmar til að semja þulu sem drepur mývarg!
Sigurður frændi þinn ætti að fara létt með að kveða niður varginn!
Kveðja úr löndum Ynglinga!
Ásgeir Rúnar Helgason, 17.6.2007 kl. 20:16
Er þessi mynd af Árna Gamla eða einhverjum öðrum???
Rúna Guðfinnsdóttir, 19.6.2007 kl. 00:59
Já. Þetta mun vera hann í öllu sínu veldi.
Árni "Gamli" Einarsson, 19.6.2007 kl. 08:28
Mistir þú allt álit á mér núna Rúna.........
Árni "Gamli" Einarsson, 19.6.2007 kl. 10:04
Hummm..við skulum segja að ég átti nú von á eldri og mun virðulegri manni, a.m.k. skeggjuðum með sítt grátt hár. Ég missti ekki álit á þér "gamli" minn. Ég sá þig bara í huganum, ekki svo ólíkan Sveinbirni heitnum Alsherjar. Þú verður flottur Goði, ekki margir hafa þeir verið burstaklipptir
Rúna Guðfinnsdóttir, 19.6.2007 kl. 10:40
Þetta er allt á stefnuskránni....... skeggið og hárið. Ég er að bíða eftir því að fá grátt í vanga, þá læt ég Það spretta
Árni "Gamli" Einarsson, 19.6.2007 kl. 10:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.