29.5.2007 | 12:56
Ferðavísur
Var á leiðini heim í gær að norðan.
Í austur Húnavatnssýslu kom þessi;
Skýin brjóta, skína í gegn,
skærir fagrir angar.
Sunna heftir húnvetnskt regn,
huga minn svo fangar.
Þessi í Hrútafyrði;
Fjörðinn-Hrúta fagran leit,
fjöru öldur bláar.
Gjöful er sú gróna sveit,
grænar brekkur háar.
Athugasemdir
Hér er ætíð yrkis von.
-Ekki þjakar dofi
Árna “gamla” Einarsson
ættaðan frá Hofi.
humm (IP-tala skráð) 30.5.2007 kl. 20:11
Þakka þér fyrir humm.
Árni "Gamli" Einarsson, 31.5.2007 kl. 08:44
Fallega gert Maður fær fiðring í puttana þegar svona er ort.
Rúna Guðfinnsdóttir, 31.5.2007 kl. 09:03
Hafðu þakkir fyrir það Rúna. Mjög góð myndin á blogginu þínu! (Þessi af fætinum) .
Árni "Gamli" Einarsson, 31.5.2007 kl. 09:24
Stórkostleg. (en ég á ekki heiðurinn af henni, ég er bara ótýndur þjófur )
Rúna Guðfinnsdóttir, 31.5.2007 kl. 09:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.