Hof - Hausmynd

Hof

Uppruni limrunnar II

Lear endurtók ekki alltaf endalok fyrstu línu í hinni fimmtu, enda limran ekki mikið fyrir að láta segja sér endalaust fyrir verkum. Hann endurtók oft lokaorð úr annari línu. Hér kemur blásaklaus limra af þeirri gerð:

There was an Old Man who said well!
Will nobody answer that bell?
I have pulled day and night,
Till my hair has turned white,
But nobody answers this bell.

E.G. Knox segir að Lear hafi líka séð fyrir þá rímsetningu sem nú sé almennt viðurkennd. Lear kvað:

There was an old man at the cape
Who made himself garments of crape;
When asked:,,Will it tear?"
He replied: ,,Here and there,
But they keep such a beautiful shape!"

Í líkingu við þetta kvað sá frægi maður Robert Louis Stevenson. Það er að vísu ný og gömul sagaað sama limra eða mjög svipaðar séu eignaðar fleiri en einum höfundi. Er jafnan svo um snjallan kveðskap sem lifir í munnmælum:

Mælti Hannes í Hlésvíkurporti:
,,Þegar hagmælska er orðin að sporti
margra ágætra manna,
þá er erfitt að sanna
hverja limruna hver maður orti."

A.C. Swinburne átti góðkunnningja, Dante gabriel Rosetti (1828-1882) sem og var liðtækur limrusmiður og hélt fast við þá reglu að enda fyrstu og fimmtu línu á sama orði:

There is a creature called God,
Whose creations are som of them odd.
I maintain, and I shall,
The creation of Val
Reflects little credit on God.

Það er (eða þannig):

Eru verur sem vér nefnum guði
sem virðast oft lenda í puði
við að skapa, ég skil,
og þegar skammkell varð til,
þá var skaparinn ekki í stuði.

Mér sýnist að um og eftir 1960 hafi enskumælandi menn tekið að prenta nær hvað sem var í limrulíki, og mun þó mörgum hafa mislíkað.
Hérlendis hefur þetta lengstaf verið hvíslað eða gengið í handritum.

Ég held limrurnar saklausa svekki,
sumar eru þó lausar við hrekki,
en býsna fásénar
eru barasta penar,
og betra að þær séu það ekki.

Og:

Ég held limrunnar brautir svo beinar,
að þar bíði ekki hindranir neinar,
en grátt er þar gaman
og gróft komið saman,
svo að guðhræddur almúginn kveinar.

Enda þótt enskumælandi menn hafi tekið að prenta þær limrur sem áður þóttu ekki til þess hæfar, eru fæstar slíkar feðraðar. Þar hefur löngum komið við sögu Anonymus, hörkugott skáld. Oft er það skammstafað Anon. Orðið er komið úr grísku og merkir ónefndur, kanski í seinni tíð best þekkt af samtökunum Alcoholic Anonymus (A.A.-samtökin) því miður hefur þetta villt suma góða menn sem hafa dýrðast yfir skáldinu Anon og ekki síst afköstum þess. En við þetta verður oft að sitja bæði í enskum limrum og íslenskum. Þá eru og mörg þau nöfn, sem standa undir enskum limrum, þess konar, að grunur vaknar um að ekki séu úr þjóðskránni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband