Hof - Hausmynd

Hof

Færsluflokkur: Ljóð

Nýr meirihluti

Margur verður af aurum api,

allavega það sannast nú.

Þó flensu Bjössi fylgi tapi,

fagnar Dagur og hans frú.


Þingblót á Þingvöllum

Þann 21. júní var skundað á Þingvöll, þar var allsherjarþing ásatrúarfélagsins sett með viðeigandi athöfn og blóti.

Kvæðamannahópurinn bragi kvað stemmur. Þetta var í alla staði frábær dagur, sólin skein og andvarinn lék blítt við kynn og fuglar sungu í trjánum.

Auk þessara hluta fór fram gifting og siðfesta að heiðnum sið.

Ég setti inn nýtt myndaalbúm undir heitinu Þingblót á Þingvöllum, þar er hægt að sjá myndir frá þessum degi.

Hnoss og Ágæti Freyju dætur


Góða veðrið

Fuglar kendir furðu við,

finnast nú á vappi.

Skapa ansi skrýtinn klið,

skoppa um af kappi.


Hitabylgja víða erlendis

Grillast búkar, brúnast vel

beiskur drýpur sviti.

Drykki teyga úr djúpri skel,

djöfullegur hiti.


Til allra kvenna af Hraunkotsætt í tilefni 19.júní

Hraunkots ættar fögru fljóð,

falleg saman hnýta ljóð.

Norðurþingeyskt braga blóð,

blæðir yfir vora þjóð.


Frændi

  WEB_10_07.pdf - Adobe Reader

 Sigurður um sveitir fer,

sefar hrúta þjáða.

Fagrar rúnir fénu sker,

fyrir þessum kláða.

Ofanritaða vísu samdi ég eftir að hafa séð neðangreinda frétt í bændablaðinu:  

Galdraþulan sem dugði

Sigurður segir að hann hafi fengið sunnlenskangaldramann, Hilmar Pálsson frá Hjálmsstöðum, til aðsemja þulu sem flutt skyldi yfir efasemdarmönnumfyrir norðan. Hilmar var beðinn um að setja sig í sporkláðakindar og yrkja í orðastað hennar þar sem húnlýsti tilfinningum sínum og líðan. Þulan er á þessaleið:

Ég er geld og golsótt ær

gnaga mig stöðugt lýs og flær

valda mér ama og angri þær

sem er þó létt hjá hinu,

heita helvítinu,

að kláðamaur í milljónum

mínum þjakar útlimum,

baki, síðum, bógunum,

bringukolli og eyrum.

Nú ætla ég frekar enginn vilji heyra um.

Af sjálfri mér lítið eftir er

engu lambi ég framar ber

því jafnvel hrútnum hryllir við mér

það held ég sé að vonum

því enga hef ég blíðu að bjóða honum.

Þessar nauðir náttúruna lamar

notið get ég lífsins ekki framar.

„Þessa þulu flutti ég gang eftir gang yfir þeim sem

voru efins eða andvígir því að fé þeirra væri sprautað

við fjárkláða, þar til þeir gáfust upp og urðu samvinnufúsir.

Málið leystist og um það varð full samstaða

sem hefur borið þann árangur að ekki hefur

komið upp kláðatilfelli í landinu í fjögur ár og nú

vonumst við til að sauðkindarinnar forna fjanda sé

þar með útrýmt úr landinu. En víst er það alls ekki

og fulla aðgát þarf að sýna öllum grunsamlegum einkennum

á húsi, réttum og sláturhúsum og kalla til

dýralækni sér að kostnaðarlausu ef grunur vaknar,“

sagði Sigurður Sigurðarson.


Goðorð

Hljóðs bið eg allar
helgar kindir,
meiri og minni
mögu Heimdallar.

Nú meiga Eyfirðingar, Svarfdælingar og aðrir nærsveitarmenn taka gleði sína upp á nýjan leik. Þeir meiga búast við árlegu blóti frá undirrituðum. Staðsetning ásamt tímasetningu verður auglýst síðar.

Lögréttufundur haldin 23. maí kl 17.30

Mættir voru Hilmar Örn, Egill, Jónína, Eyvindur, Rún, Garðar, Hildur og Halla. Seinna mætti Árni.

Dagskrá fundarins:
1. Bautasteinn Sveinbjarnar Beinteinssonar
2. Hofbyggingin
3. Þingblótið – Árni Einarsson samþykktur sem goðaefni?
4. Önnur mál

3. Röð dagskrárliða var breytt. Áður en Árni kom á fundinn var hans mál tekið fyrir. Fundarmenn voru allir sammála um að Árni yrði samþykktur sem goðaefni og yrði það borið upp við þingheim á Allsherjarþingi í haust.

Árni Einarsson Hofgoði.


Ferðavísur

Var á leiðini heim í gær að norðan.

Í austur Húnavatnssýslu kom þessi; 

Skýin brjóta, skína í gegn,

skærir fagrir angar.

Sunna heftir húnvetnskt regn,

huga minn svo fangar. 

Þessi í Hrútafyrði; 

Fjörðinn-Hrúta fagran leit,

fjöru öldur bláar.

Gjöful er sú gróna sveit,

grænar brekkur háar.


Landinu blæðir

Móðurjörð hvar maður fæðist,

mun hún eigi fleztum kær?

Þar sem ljósið lífi glæðist,

og lítil sköpun þroska nær.

Þetta er úr Númarímum eftir Sigurð Breiðfjörð og á mjög vel við þessa frétt.

 


mbl.is Alcoa skoðar möguleika á að reisa álver á Grænlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svarfdælskar vísur I

Hér á eftir koma svarfdælskar lausavísur, teknar úr bókunum Svarfdælingar um mann og ættfræði svarfdælinga sem Stefán Aðalsteinsson tók saman og voru gefnar út árin 1976 og 1978.

Að þéttbýlinu í Svarfaðardal víkur trúlega gömul og alþekkt vísa, þótt engin viti aldur eða tildrög hennar:

Eitt sinn hittust hrafn og valur.

Hvor varð öðrum feginn.

Þá var setinn Svarfaðardalur.

Sinn fló hvorumegin.

Jón á Karlsá kvað um Snorra Rögnvaldsson frá Hálsi:

Situr á Hálsi siðugur

í sveitabyrjun vorri

léttsinna og liðugur

laufaviður Snorri.

Eiríkur Pálsson kvað um Sigfús Sigfússon á Hálsi:

Súfgis nefna má ég mann

mætu vafinn gengi,

á Barkastöðum hefur hann

hjúum ráðið lengi.

Björn Gíslason á Bakka kveður um Benedikt Sumarliðason á Hamri í formannavísum 1788:

Benedikt á dælu

dýri situr hátt

kaldrar norðankælu

krympast ey við slátt

leggur furðu langa

línu í djúpan sjó

fisk því margan fangar

fermir árakló

flyðra, ýsa, háfur, hlýr,

honum er vís og þorskur nýr,

keila, lýsa, karfinn rýr,

kolar og langan mjó.

Jón Hallgrímsson kveður um Gísla Jónsson á Hamri í formannavísum sínum frá 1845:

Hann Gísli á Hamri / hefi ég að því gáð,

þó glýjan glamri / svo gæti afla náð,

rastar hesti rennir / reyðar heyði á,

næsta fast því nennir / að neyða skeið um sjá.

Yst við tengur afla fær,

upp þá gengur ránar mær,

listadrengur landi nær,

Lágarbúðum hjá.

 Jón á Karlsá yrkir um tengdason sin Sigurð Jónsson á Hrísum:

Á Hrísum byggir hringaver,

hreppstjóri nafnfrægur,

Sigurður heitir seimagrér,

síglaður og þægur.

Einar Sæmundsson stúdent yrkir um Þorlák Þorláksson á Skáldalæk í formannabrag um 1735:

Þorlákur á humrahöll

hýðir þó sé báran stríð

þollur skelldi skötuvöll

á skíði Ránar marga tíð.

 

 

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband