Hof - Hausmynd

Hof

Uppruni limrunnar I

Hér á eftir eru tilvitnanir í formála sem og limrur eftir afa minn Gísla Jónsson.

E.O Parrott tilfærir í afar góðri limrubók sem oft og víða hefur verið prentuð síðasta áratuginn, fremst í þeim hluta sem hann nefnir GENESIS:

The Limericks´s birth is unclear;
its GENESIS owed much to Lear.
It started as clean,
But soon went obscene
And this split haunts its later career.

Þetta er (eða þannig):

Er höfundur limrunnar Lér?
Það láta skal ófullyrt hér.
Hreinar í fyrstu,
fljótt meydóminn misstu;
það var myljandi gott, segjum vér.


Hvað sem uppruna limrunnar líður, átti Edward Lear mikinn þátt í að móta hana. Frá honum kom Book of Nonsense 1846. Hannn var reyndar fyrst og fremst málari og teiknari. Gott sýningardæmi úr limrusmiðju hans er þetta:

There was an Old Man of Cape Horn,
Who wished he had never been born;
So he sat on a chair,
till he died of despair,
That dolorous Man of Cape Horn.

Og hefur líklega haft stuðla og höfuðstaf óvart.
Algernon Charles Swinburne (1837-1901) var heldur guðlítill og holdlegur í kveðskap sínum lengi. Hann var grunaður um að hafa óhrenkað limruna hér á undan heldur en ekki:

There was a young man of Cape Horne,
Who wished he had never been born,
Nor would he have been
If his father had seen
That the end of the rubber was torn.

Fleiri limrur óhreinkaði hann fyrir Edward Lear, og kannski ekki furða, þó gárungar uppnefndu hann Mr. Swineborn.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband