23.5.2007 | 16:27
Landinu blæðir
Móðurjörð hvar maður fæðist,
mun hún eigi fleztum kær?
Þar sem ljósið lífi glæðist,
og lítil sköpun þroska nær.
Þetta er úr Númarímum eftir Sigurð Breiðfjörð og á mjög vel við þessa frétt.
![]() |
Alcoa skoðar möguleika á að reisa álver á Grænlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það kemur fram að alcoa sé bandarískt, það er rang, því kanadískt er það...
Ármann og Adam, 23.5.2007 kl. 16:38
Ármann og Adam. Höfuðstöðvar Alcoa eru í Pittsburgh í Bandaríkjunum. Alcan, hins vegar hefur höfuðstöðvar í Montreal, Kanada. Ertu ekki að rugla saman fyrirtækjum?
Árni! Góð vísa. Ég hef lesið allt of lítið eftir Sigurð Breiðfjörð. Man ekki eftir að hafa verið látin lesa neitt eftir hann í skóla, hvorki menntó né háskóla (þar sem ég tók þónokkra bókmenntafræðiáfanga).
Kristín M. Jóhannsdóttir, 23.5.2007 kl. 17:01
Alcoa er Bandarískt, Alcan er Kanadískt.
Egon (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 17:01
því til viðbótar, ef ég man rétt, dvaldi Sigurður Breiðfjörð hér á Grænlandi um árabil. Var í þjónustu kóngsins, við að kenna hákarlaveiðar. Sagðist þó hafa verið svikinn um launin sín. Á þeim tíma dvöldu þó nokkrir íslendingar hér um slóðir og gera enn. Varðandi álverið, var ágætis úttekt á þessu í Börsen í febrúar. Þar kom m.a. fram að ólíkt íslandi, hefðu þessi áform engin áhrif á verðbólgu né vexti á Grænlandi, þar sem hér er notuð danska krónan. Hægt að hafa það í huga m.t.t. íslensku krónunnar gagnvart Evru í stóriðjubröltinu á Íslandi. Hinsvegar verða ruðningsáhrifin þeim mun meiri og landið því á margan hátt enn háðara þessu verkefni.
Með kveðju frá Grænlandi
Baldvin Kristjánsson, 23.5.2007 kl. 17:09
Ég er einlægur aðdáandi Sigurðar.
Takk frændi:
Ásgeir Rúnar Helgason, 25.5.2007 kl. 19:04
Já, frændi, hann Sigurður kann þetta nú. Hann er án efa eitt bezta skáld sem okkar ástkæra ísafold hefur alið af sér.
Árni "Gamli" Einarsson, 31.5.2007 kl. 09:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.