Hof - Hausmynd

Hof

Hesta vísa ?

Ríða fleztu fögru vil,

feyki hratt og mikið.

Geri ekki gripum skil,

þó gripið vær´í spikið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir skemmtilega vísu!  En mér finnst fyrriparturinn svo miklu betri en sá síðari - og inniheldur þar að auki "pönslínuna" að ég held að það væri ráð að snúa þessu við:

Til eldri sálar arka til
ekkert verður svikið.
Ég ríða fleztu fögru vil,
feyki hratt og mikið.

Hallgrímur Óskarsson (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 17:54

2 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Þessi varð til á fundi um meðferð við impotens fyrir nokkru:

Þreyttur lúinn gamli garpur

gleymt er skeiðið klárinn Skjóni,

eittsinn varstu aftar snarpur

aldrei framar held ég prjóni.

Villa:

Vilhelmina af Ugglas, 11.5.2007 kl. 17:06

3 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Ríða fleztu fögru vil

feyki hratt og mikið

þeysireið mun þurfa til

að þurrka af mér rykið. 


Rúna Guðfinnsdóttir, 15.5.2007 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband