3.5.2007 | 14:25
Bjarni Ásmundsson áttræður
Þessar vísur orti ég til afa konu minnar á áttræðis afmæli hans.
Um kappa mikinn skrifa skal,
skálda fagrar vísur.
Ungur bað um vinnu val,
við að draga ýsur.
Sjóinn ákaft sótti hann,
svona eins og gengur.
Ægis dætra unað fann,
ungur saklaus drengur.
Árin síðan sóttu á,
seggur vildi læra.
Heflar, tangir, hamrar þá,
hugan áttu skæra.
Húsgögn mörg þá halur skóp,
hugar smíði mikil.
Barna líka byggði hóp,
og bauð að hjarta lykil.
Kappinn síðan sumar eitt,
síma línu reisti.
Var þá oft í veðri heitt,
Vinnu þó samt leysti.
Tugi átta telur nú,
tekur hár að þynnast.
Sögur margar segir þú,
sem er ljúft að minnast.
Hafið góðan dag.
Gamli
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.