27.4.2007 | 10:35
Kvæðamannafélag ásatrúarmanna
Á degi sólar, í þorra árið 2007, (sunnudeginum 28. janúar 2007), var ákveðið að stofna hóp kvæðamanna innan Ásatrúarfélagsins. Haldnar voru tvær ágætar æfingar í boði félagsins, sem voru vel sóttar. Enda ekki minni menn en Steindór Andersen og Hilmar Örn Hilmarsson sem voru við stjórnvölin.
Á þessum æfingum var farið hratt yfir sögu listarinnar að kveða og sýnishorn af bragfræði viðruð.
Einnig var samkveðskapur æfður og var það hin mesta skemmtun.
Það barst í tal að halda æfingunum áfram og voru allir viðstaddir því sammála. Undirritaður var beðinn um að hafa umsjón með þeim og samþykkti hann það með glöðu geði.
Fyrirhugað er að hafa tvær æfingar í hverjum mánuði. Þær verða haldnar fyrsta og þriðja mánudag hvers mánaðar. Hver æfing verður um tvo tíma að lengd.
Allir áhugasamir eru velkomnir.
Beztu kveðjur
Gamli
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.