Hof - Hausmynd

Hof

Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Blótað í Baldurslundi reit ásatrúarfélagsins í Heiðmörk

Nú um síðuztu helgi var farin fyrsta gróðursetningarferð ásatrúarfélagsins í reit þeirra, Baldurslund, í Heiðmörk.

 Þangað mætti góðmennur hópur og í kjölfar gróðursetningarinnar var blótað og landið helgað. Ég ásamt Jónínu K Berg Þórsnessgoða sáum um þá athöfn. Veðrið hefði ekki getað verið betra þennan yndislega dag. Eina sem hægt var að setja útá var flugan, ég hef aldrei lent í öðru eins, flugurnar á Mývatni hefðu skammast sín við hliðina á þeim.

Full skal signa


Fégræðgi

Heilög ritning hefur mist,
hald á prestum sínum.
Blóta Mammon berja krist,
og bergja á góðum vínum.

Nú hafa, að mínu mati, æðstu klerkar hvíta krists farið algjörlega framm úr sjálfum sér með viðskipta vitið sitt. Með því að stroka út "Limbóið" hafa þeir sennilega aukið fylgi kirkjunar svo um munar.

Hvernig er hægt að fylgja boðskap sem getur breyst án fyrirvara?

 Hvernig getur einstaklingur sem hefur fylgt boðum og bönnum í marga áratugi-, í þeirri von að sér væri nú sennilega borgið, að hann hefði nú tryggan aðgang að himnaríki því að hann hafi nú verið skírður og allt hans líf hafi hann gengið veg guðs og lifað eftir boðorðum hans, -fundist hann vera öruggur.

Hvað varð um allar sálirnar sem voru settar á bið, sem búið er verið að biðja fyrir af nánustu ættingjum, var þetta allt til einskis gert? Var þetta bara einhver tálsýn á vegum kirkjunar til að tryggja sér fasta meðlimi í trúnni? Að eiga tryggan og dygran sóknarsjóð?

Af hvejru fella þeir ekki næst út kynvilluna? Þar lyggja sko peningar, hugsið ykkur öll þau sóknargjöld sem koma þar inn.

Lifið heil (trúið á ykkur sjálf)

Gamli


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband